miðvikudagur 30. júní 2021
Á fundi fagráðs í nautgriparækt í morgun var tekin ákvörðun um að taka 8 ný naut í framhaldsnotkun. Eitt þessara nauta er Kári frá Káranesi. Eftir því sem næst verður komist, er þetta í fyrsta skipti sem naut frá Káranesi fer í framhaldsnotkun á Nautastöðinni. Kári er undan Gusti frá Hóli í Sæmundarhlíð og Óreiðu frá Káranesi, en hún á ættir að rekja að Nesi í Reykholtsdal, þaðan sem amma hennar, Birna frá Nesi, kom.