mánudagur 12. júlí 2021
Eitt af grundvallaratriðum í umferðinni og við akstur er mat á aðstæðum, eitthvað sem krefst allrar athygli og einbeitingar. Nokkuð hefur borið á hraðakstri þegar komið er inn á "Káranestorfuna".
Það virðast ekki allir átta sig á því, að þegar komið er að Káraneskoti, er blindbeygja og því nauðsynlegt að draga verulega úr hraða til þess að draga úr líkum á óhöppum.
Fyrir mörgum árum var sett upp skilti sem varaði við umferð gangandi, en það dugði ekki fyrir alla ökumenn. Næst var sett upp skilti sem lækkaði hámarkshraða og varaði við stórgripum á og við veg. Ekki dugði það, því enn virtist einn og einn ökumaður ekki átta sig á alvarleika aðstæðna.
Næst brugðust íbúar "götunnar" við með heima tilbúinni "hraðahindrun" og nú er að sjá hvort það dugir til þess að ná athygli allra ökumanna.