sunnudagur 23. janúar 2022
Það er skemmtilegt frá því að segja, að nú eru fjórar mæðgur mjólkandi í fjósinu hjá okkur, ekki oft sem það gerist. Móðirin er Dalalæða og dæturnar í aldursröð Móða Úlladóttir, Þoka Úranusardóttir og Gufa Bárðardóttir. Dalalæða er nú á sínu síðasta mjaltaskeiði (5. mjaltaskeiðið hennar).