föstudagur 23. júlí 2021
Eins og sagði í frétt í gær, þá sóttum við nýja dráttarvél á Selfoss. Vélin er frá Valtra í Finnlandi og er af gerðinni N 134 VERSU með frambúnaði. Öll stjórnun vélarinnar er í gegnum tölvu og hægt að keyra hana nánast eingöngu með stýripinna (joystick). Þá er allt vökvakerfið með rafmagnsstýrðu stýrikerfi. Á meðfylgjandi mynd er Daníel að taka við lyklavöldunum að vélinni, úr hendi Össurar Björnssonar hjá Aflvélum á Selfossi.