þriðjudagur 31. ágúst 2021
Í dag voru slegnir u.þ.b. 26 ha af há og nýræktum og á þá einungis eftir að slá 7 ha af hánni. Það eru stykkin í engjunum sem eru eftir, Óskiptiriminn og Markalautin/Flóðakrókurinn.
Hluti af því sem slegið var í dag, eru löngu slétturnar suður af fjósinu. Þær eru samanlagt 10,4 ha og tók aðeins 80 mín. að slá þær.