sunnudagur 25. september 2022
Í dag slógum við síðustu hektarana þetta sumarið/haustið. Ef veðurspá gengur eftir, ættum við að geta rúllað á miðvikudaginn. Sumarið í sumar hefur verið óvenjulegt að mörgu leiti, m.a. er þetta fyrsta sumarið sem við sláum þrisvar, en það sem við slógum í dag var þriðji sláttur á Löngulínu.