þriðjudagur 30. nóvember 2021
........ "Nóttin logar af norðurljósum" - þær áttu svo sannarlega vel við í kvöld, ljóðlínurnar úr Hamraborginni eftir Davíð Stefánsson, þegar himininn yfir Káranesi logaði af norðurljósum. "Sýningin" í kvöld var með þeim mikilfenglegri sem sjást og litadýrðin mikil. Myndin sem fylgir er kannski ekki sú besta, en fangar vel "stemminguna" sem var í kvöld.