miðvikudagur 7. apríl 2021
Enn höldum við til fortíðar. Hér kemur mynd sem tekin var af holtinu suðvestan við nýja fjósið, yfir að gamla íbúðarhúsinu og útihúsunum í Káranesi. Næst á myndinni er gamla hesthúsið, en það stóð þar sem suðaustur hornið á nýja fjósinu stendur. Hesthústúnið er þakið drílum. Er ekki með ártalið á myndinni, en hún er örugglega tekin fyrir 1958.