þriðjudagur 13. september 2022
Í dag mættu nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar í Káranes, en
verið var að taka nokkur atriði í kvikmyndina Missi, sem byggð er á sögu
Guðbergs Bergssonar.
Veðrið lék við kvikmyndatöku fólkið og gekk allt
upp hjá þeim. Meira að segja sýndu kvígurnar okkar, sýnar bestu hliðar
í hópatriði sem þær tóku þátt í. Nú bíðum við spennt eftir að sjá
útkomuna, þegar myndin kemur í kvikmyndahús.
Meðfylgjandi myndir eru af
vettvangi.