Laxárbrú
fimmtudagur 22. september 2022
Þessa dagana er unnið að endurbótum á Laxárbrú, á Hvalfjarðarvegi. Brúin er komin nokkuð til ára sinna, en hún var byggð 1932 og er ein af þremur brúm á Laxá. Um nokkurt skeið hefur verið takmörkun á öxulþunga á brúnni, vegna skemmda á henni.