miðvikudagur 17. febrúar 2021
Í morgun var kynning á aðgerðum sem landbúnaðarráðherra hyggst vinna að á næstu vikum og mánuðum. Kynningin fór fram í fjarfundi.
Meðal þess sem unnið verður að, er útdeiling styrkja til kjötframleiðenda vegna tekjumissis af völdum Sars-cov-19 veirunnar. Eins og oft er, þá eru skoðanir skiptar um það hverja eigi að styrkja og hversvegna.
Þá kom fram að oftar en ekki virðist vanta samráð, samhæfingu og samstarf um mál sem unnið er að á vegum opinberra aðila. Var ekki hægt að skilja það öðruvísi, en m.a. ráðuneyti og stofnanir á þeirra vegum, hafi ekki nægjanlegt samband sín á milli þegar unnið er að umfangsmikilum málum, sem eru á "áhrifasvæði" margra aðila.
Vonandi verður bætt úr því, ætti í það minnsta að vera auðvelt með allri þeirri samskiptatækni sem til er í dag...!