laugardagur 8. apríl 2023
Það var kyrrð og ró yfir fjósinu í morgun. Tók nokkrar myndir því til sönnunar................. - á fyrstu myndinni er Kalinka litla, en hún fæddist 1. apríl. Það er værð yfir henni, þar sem hún liggur eftir að hafa drukkið "morgunskammtinn".
Á næstu myndum eru kálfarnir að "háma" í sig töðuna um leið og þeir furða sig á "tilburðum" ljósmyndarans.