sunnudagur 11. september 2022
Í morgun tókum við kvígur og geldkýr, sem hafa verið á Bugðubökkunum s.l. tvo mánuði, heim í fjós. Það er farið að styttast í burð á nokkrum þeirra og því tímabært að enda "útlegðina". Eftir nokkurt "þref" í byrjun, tókst okkur að fá þær til þess að elta okkur heim. Allt gekk vel og urðu "fagnaðar fundir" þegar þær sameinuðust hópnum sem var fyrir við fjósið.