laugardagur 3. febrúar 2024
Í dag fórum við að skoða krapastíflu, sem hafði myndast ofan við "Símastrenginn" í Bugðu og náði niður fyrir beyjuna fyrir neðan (u.þ.b. 100 m).
Í leysingum í haust, skipti áin sér við eyrina við Símastrenginn og var því farin að renna á tveimur stöðum. Við það skapast "kjöraðstæður" fyrir myndun krapastíflu, í mikilli ofan komu og byl.
Þetta varð til þess að áin fór upp úr farveginum og rann vestur yfir og dreifði úr sér á eyrunum vestan við Símastrenginn. Hún rann svo aftur í farveginn sinn í beygjunni vestur af Bolteyrinni.
Þegar við komum að ánni, var hún að hluta búin að finna leið undir krapastífluna.
Spurningin er: Fór þessi breyting í umhverfismat og í gegnum leyfisveitingaferli......?? - er ekki möguleiki að draga einhvern til ábyrgðar.....??