fimmtudagur 26. október 2023
Í dag kom Hlynur frá Ólafsvöllum að dreifa fyrir okkur kalki á nýræktirnar. Það stóð til að gera þetta í vor, en tíðarfar hamlaði þá, þar sem allt var á floti fram á sumarið. Þegar loksins þornaði um, þá fannst okkur of mikið sprottið til þess að dreifa kalkinu.
Kalkið er notað til þess að stilla af sýrustig jarðvegs, en það er mikilvægt að það sé sem næst kjörgildi plantnanna, sem verið er að rækta, til þess að auðvelda þeim upptöku næringarefna og þannig hámarka uppskeruna og næringargildi fóðursins, sem verið er að framleiða.
Kalkið er þannig gullsígildi og talið álíka góð "fjárfesting" og að kaupa lottómiða með 3 réttum......!!!! - þannig að sennilega mætti kalla það "hvítagull"...!!??