laugardagur 19. mars 2022
Lífið er ekki eilífur dans á rósum. Það fengum við að reyna í dag. Krúna, ein kýrin okkar átti tal 28. mars, en síðustu tvo daga benti ýmislegt til þess að ekki væri allt með felldu hjá henni.
Seint í gærkvöldi fannst okkur sem hún væri að fá "sóttina". Ekkert gerðist þó, og eftir hádegið í dag "fórum við með henni" til þess að kanna stöðuna. Þá kom í ljós að fóstrið var dautt og lá þannig að ógerningur reyndist að ná tökum á því.
Þá kölluðum við til Katrínu Harðardóttur dýralækni. Niðurstaða hennar skoðunar var sú að keisaraskurður væri það eina sem gæti bjargað Krúnu.
Var strax hafist handa við undirbúning "aðgerðarinnar". Fljótlega kom í ljós að kálfarnir voru tveir og báðir dauðir.
Nú vonum við bara að Krúna jafni sig á þessu og nái heilsu á ný.
Þetta var í fyrsta skipti í tæplega 17 ára búskaparsögu okkar sem framkvæmdur er keisaraskurður.