fimmtudagur 30. maí 2024
Í dag kom Hlynur að dreifa fyrir okkur kalkinu á flögin. Þegar jarðvegurinn er súr, þarf að "kalka" til þess að gera plöntunum "lífið léttara". Rétt sýrustig, auðveldar þeim einnig upptöku næringarefna úr jarðveginum og þar með betri nýtingu á þeim áburðarefnum sem við berum á túnin. Þannig ætti uppskeran að verða meiri og næringarríkari.