laugardagur 6. mars 2021
Lengi vel gekk búskapur út á hið fornkveðna "að sjaldan launar kálfurinn ofeldið". En nú er breytt viðhorf og nútíma vísindi hafa sýnt fram á að fái kálfar nákvæmt og gott eldi við góðar aðstæður, "launi" þeir það síðar, sem góðar mjólkurkýr. Sama gildir í kjötframleiðslunni, fái kálfar gott fóður og atlæti er vaxtartíminn styttri og kjötið betra. Með þetta í huga, gekk Hannes til verka í morgun og gaf kálfunum besta heyið sem hann fann.....!