laugardagur 3. apríl 2021
Í vetur "flaug" síðasta hænan úr Káranesi. Má telja nokkuð líklegt, að leita þurfi lang aftur í tíma, þar sem ekki hafa verið hænur á bænum. Læt fylgja með mynd af Kristínu (ömmu) þar sem hún gefur hænunum, en myndin er sennilega tekin í kringum 1943. Líklega er það Pétur, yngsti sonur hennar, sem stendur álengdar og fylgist með.