laugardagur 20. nóvember 2021
Það hefur varla farið fram hjá neinum að jólin nálgast og fjölmargir þreytast ekki á að minna okkur á það. Eins og mörg undan farin ár, var stefnt á aðventumarkað í Félagsgarði í byrjun desember.
Í ljósi aðstæðna í kringum okkur, var fallið frá þeim áformum.
Stella hefur því ákveðið að bjóða þeim sem hafa áhuga á jólakortum, jólasokkum og/eða öðru smávægilegu "jóladóti", að hafa beint samband við hana í síma 861 7075 eða í gegnum netfangið "stella@karanes.is"