þriðjudagur 11. maí 2021
Síðast liðinn sunnudag, settum við nýtt járn á norður hlið fjárhúshlöðunnar. Veðrið var bjart og stillt, en kalt. Hvessti reyndar hressilega um það leyti sem við vorum að klára að setja síðustu plötuna á......! Nú á bara eftir að taka mál fyrir áfellur á gaflana og þakkantinn og setja upp rennur og niðurföll.