þriðjudagur 21. maí 2024
Þessa dagana erum við að vinna í flögum og undirbúa sáningu. Fengum snillinginn hann Jón Steinar til þess að ýta þar sem þess þurfti. Einnig leigðum við hjá honum gröfuna til þess að hreinsa upp úr skurðum og raða grjóti með Bugðu, þar sem hún var orðin hvað "frekust til fjárins", þ.e. rífa með sér gróðurmoldina og fleyta til sjávar.