mánudagur 22. nóvember 2021
Í dag hvarf Maxí yfir móðuna miklu, yfir í Draumalandið. Hún var orðin 15 ára, sem samsvarar um 100 mannsárum. Bar aldurinn vel, nema síðustu árin orðin stirð til gangs.
Um síðustu helgi var eins og hún hefið ákveðið að nú væri komið nóg, hætti að nærast og í dag kvaddi hún. Hennar verður saknað, þar sem hún var einstaklega gæf, geðgóð og umburðarlynd gagnvart börnum. Gelti aldrei og var alltaf glaðlynd.