fimmtudagur 4. ágúst 2022
Eitt af túnunum í Káranesi heitir Hólavöllur. Það var tekið í ræktun 1974, en þá var melurinn sem túnið stendur á, grjóthreinsaður. Stærstu steinunum var ýtt upp á klapparholt sem standa í túninu og það dregur nafnið af, en það sem var handtínt, var sett utan við túnið, norður undir Laxá. Þetta var "loftlagsaðgerð" þess tíma, þ.e. rækta melana í stað mýranna.
Vegna lögunar og stærðar túnsins, er orðið erfitt að nýta það, með þeim vél- og tækabúnaði sem notaður er í dag. Hólavöllur hefur ekki verið slegin síðan sumarið 2018. Til þess að rifja upp "gömul" kynni, slóum við hluta af Hólavelli 31. júlí og rúlluðum heyinu í dag. Í kvöld voru svo allar rúllurnar komnar heim á plan.
Á meðfylgjandi mynd, má einnig sjá móta fyrir handgröfnum skurðum í Fitinni.