fimmtudagur 24. nóvember 2022
Í dag heimsóttum við Māoriþorp og fengum höfðinglegar móttökur að hætti heimamanna. Eftir móttökuathöfn, þar sem m.a. forfeðra er minnst og gengið er úr skugga um að báðir aðilar komi með friði, fórum við í bátsferð með þeim, upp eftir á sem rennur í gegnum þorpið þeirra.
Áður en lagt var af stað, var okkur kennt að róa kanó, sem notaður var til ferðarinnar. Að bátsferðinni lokinni innsigluðu Íslenski "víkingurinn" og þorpshöfðinginn, eilífan frið milli þjóðanna, með handabandi.