föstudagur 7. júní 2024
Það má segja að úrkoma undan farna daga, hvort sem hún var í formi rigningar eða snævar, hafi verið "himnasending". Kannski ekki velkomin alls staðar, en himnasending samt.
Við viljum líkja fæðingu kvígukálfs í dag við "himnasendingu", en upp úr hádeginu bar Noell, hvítri kvígu, rauðgrönóttri. Okkur fannst tilvalið að gefa henni nafnið Snædis Fönn......!!!!