laugardagur 11. september 2021
Í dag kláruðum við heyskapinn, þegar við rúlluðum og keyrðum heim af Rimanum og Markalautinni. Endaði í hálfgerðum sóðaskap, þar sem veðráttan var okkur ekki hliðholl á þessum síðustu metrum og heyið þ.a.l. blautt.
Eigum samt eftir að rúlla því sem við ætlum að nota í undirburð. Nú er bara að vona, að áður en byrjar að snjóa, fáum við nokkra daga þurrk til þess að geta tekið undirburðinn...!!