fimmtudagur 14. apríl 2022
Í vikunni heimsóttum við vini okkar í Connecticut USA. Við gistum í þrjár nætur hjá Ned og Renee Ellis, sem búa með kýr á Mapel Farm í Hebron Connecticut. Í heimsókninni hittum einnig Pam Sawyer, sem er bæjarstjóri í Bolton CT og fyrrverandi þingmaður á þingi CT í Hartford, sem er höfðuborg fylkisins. Þá hittum við John og Corenda og John og Barbara, en þau komu öll í heimsókn til okkar í Káranes fyrir 3 árum síðan og vorum við að "endurgjalda" heimsóknina.
Er skemmst frá því að segja, að við vorum borin á höndum og voru móttökurnar "konunglegar". Erum við þeim mjög þakklát fyrir gestrisnina og hlýhug í okkar garð.
Á meðan á heimsókninni stóð voru skoðaðir menningarstaðir og að sjálfsögðu kúabú, hvað annað.....?!!
Þau Ned og Reene eru með 240 mjólkandi kýr. Heimsóttum tvö önnur kúabú, annað með 1.700 mjólkandi kúm og hitt með 3.000 mjólkandi. Það er varla hægt að segja annað, en stóra búið var "yfirþyrmandi".....!!! Þar voru kýrnar mjólkaðar þrisvar á sólarhring (það gera 9.000 mjaltir.....!!!) Til verksins, var notuð hringekja, sem tók 72 kýr og var 9 mínútur hringinn. Það eru u.þ.b. 450 kýr á klst.
Enn og aftur, innilegar þakkir fyrir frábærar móttökur og gestrisni.