miðvikudagur 15. september 2021
Smurði plóginn í morgun og bar "rollufeiti" á slitfletina. Að því loknu setti ég hann inn í "vetrarskorðurnar". Næsta vor ætti því ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að hengja hann aftan á traktorinn og byrja að plægja. Læt fylgja með myndir frá "jarðvinnustemmingunni" s.l. vor.