fimmtudagur 12. september 2024
Þrátt fyrir risjótt tíðarfar í sumar, hafa komið einn og einn dagur sem hægt er að kalla "sumardaga". Sama má segja um haustið, það koma af og til "ekta" haustveður. Í dag var einn af þessum dögum og á meðfylgjandi myndum má sjá geisla morgunsólarinnar verma landið og bræða héluna af gróðrinum.