laugardagur 21. ágúst 2021
Í dag rúlluðum við af Nesinu og keyrðum heim. Það gekk samt ekki alveg eftir bókinni, þar sem bilun í tölvubúnaði nýju dráttarvélarinnar varð til þess að við urðum að setja þann "gamla" fyrir rúlluvélina og nota hann til verksins. Að sjálfsögðu stóð hann sig eins og hetja, eins og hann hefur gert s.l. 21 ár......!
Nú eigum við u.þ.b. 1/3 eftir af hánni og svo tæpa 10 ha í nýræktum. Vonumst til þess að klára í næst "þurrki".