fimmtudagur 19. október 2023
Það er ekki á hverjum degi sem haförn sést hér í Káranesi. Í morgun sást einn á Fitinni, túninu sem liggur með Káranesfljótinu í Laxá. Þegar betur var að gáð, þá var hann að gæða sér á "morgunmatnum", en fékk ekki frið til þess, þar sem tveir hrafnar höfðu myndað bandalag gegn honum og gerðu allt sem þeir gátu til þess að njóta "steikurinnar" með honum. Að þessu sinni hafði haförninn "valið" gæsalifur af "matseðlinum"...... - reyndar leikur vafi á því að hann hafi gilt "veiðileyfi", en við segjum engum frá þessu........
Það má bæta því við, að haförninn er sá eini sem hefur haft árangur sem erfiði í gæsaveiðum í Káranesi þetta haustið.