fimmtudagur 10. júní 2021
Í gær, fæddist hjá Snorra í Sogni, hreinræktaður Aberdeen Angus nautkálfur. Hann var settur upp sem fósturvísir í Lögg 770 í Káranesi, en hún "flutti" svo búferlum að Sogni þegar hún hafði lokið síðasta mjaltskeiði. Við óskum Snorra til hamingju með kálfinn og vonum að þar verði "mjór mikils vísir" (fósturvísir......!!!!), en það eru bundnar miklar vonir við að þetta nýja kyn styrki nautakjötsframleiðsluna í landinu. Að sjálfsögðu var kálfinum gefið nafnið Finnur ll.....!