laugardagur 15. maí 2021
Í morgun gróðursettum við aspir í Þríhyrnuna. Plönturnar keyptum við s.l. sumar hjá Helgu í Kjarri í Ölfusi. Við höfðum ekki nóg til þess að fylla í allt stykkið, en vonandi getum við klárað næsta vor, með græðlingunum sem við settum í potta á dögunum.
Ég veit ekki hvað þessar plöntur eyða mörgum "kolefnissporum", en ef þær ná að vaxa og dafna, veita þær örugglega gott skjól í framtíðinni....!