sunnudagur 21. mars 2021
Geldingagos, Holugos, Dalsgos eða Túristagos............. - hvað svo sem á að kalla gosið sem hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall á föstudagskvöldið, þá hefur það dregið að sér fjölda manns...... - og flugvéla.
"Verkefnastjórinn" skrap á "einkaþotunni" í gær, yfir gosstöðvarnar og tók nokkrar myndir til þess að sýna okkur, sem heima sátum. Deilum þessu með ykkur...........