laugardagur 1. maí 2021
Þessa dagana erum við að keyra á völl, en það telst sennilega til hefðbundinna vorverka. Í norðan áttinni síðustu daga, hefur þornað um og orðið þokkalega fært á flest af þeim túnum sem þarf að keyra mykju á. Ef veðrið verður áfram þurrt, styttist í það að við getum byrjað á jarðvinnunni. Myndirnar sem fylgja, voru teknar síðasta vor, en þær fanga vel "stemminguna" sem fylgir þessu "gefandi" starfi.