miðvikudagur 13. desember 2023
Í morgun stöðvuðum við mjaltir í Lely A2 mjaltaþjóninum okkar og fjarlægðum hann af stéttinni sem hann hefur staðið á, í rúm 18 ár. Á þessum tíma hefur hann framkvæmt u.þ.b. 1,2 milljónir mjalta og skilað tæplega 8 milljónum lítra af mjólk í tankinn, sem gerir rúma 420 þús. ltr á ári að jafnaði.
Það sem er kannski merkilegast í þessari sögu, er að þjóninum stýra 4 iðnaðartölvur, sem hafa gengið ótrúlega vel af tölvum að vera.....!!! - trúlega vandfundnar svo gamlar tölvur, sem hafa gengið óslitið og án þess að stoppa í allan þennan tíma.