mánudagur 6. maí 2024
Í kvöld afhendum við gamla Avantinn nýjum eiganda, en Þórarinn bóndi á Hálsi keypti hann af okkur. Kemur hann til með að leysa 35 ára gamlan Massey Ferguson 135 af, við gegningar í fjósinu á Hálsi. Má reikna með því að Avantinn nýtist í ýmislegt fleira...............
Þar sem gamla greipin var úr sér gengin, létum við nýja greip fylgja með.