þriðjudagur 11. júlí 2023
Í dag kláruðum við fyrsta slátt, þegar síðustu rúllurnar voru hirtar af Flóðakróknum og Markalautinni. Það er þó ekki útilokað að við sláum smávegis í viðbót á Hólavelli, en það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enþá. Á myndinni sem fylgir, er verið að rúlla af Síkjaflöt, á fallegum sumardegi.