föstudagur 9. júlí 2021
Í dag kláruðum við fyrri slátt. Heildar uppskeran var rúmlega 900 rúllur sem innihalda u.þ.b. 220 tonn af þurrefni eða 1.290 m3 af heyi. Er þetta meira en við áttum von á, en sennilega skýrist það af því að blaðvöxtur grasanna hefur verið heldur meiri en ráða mátti af hæðinni.