sunnudagur 4. júlí 2021
Nú styttist í að fyrri slætti verði lokið, en í dag voru síðustu stykkin slegin. Vonandi viðrar vel í vikunni, til þess að við getum þurrkað heyið. Á þeim 16 árum sem við höfum heyjað í Káranesi, hefur grasþroski aldrei verið svo seint, enda segja veðurfræðingar að júní hafi ekki verið svona kaldur hér sunnanlands síðan 1997. Á meðfylgjandi myndum, sem Adam tók, er Daníel að slá Óskiptarimann, það var næst síðasta stykkið, en hann endaði á Bakkatúninu.