sunnudagur 28. apríl 2024
Við hamaganginn í vetur, hefur Bugða hreinsað jarðveg frá gömlum grjótgarði, sem Jón Halldórsson bóndi í Káranesi hlóð fyrir rúmum hundrað árum, til þess að verjast landbroti.
Síðustu áratugi hefur lítið sést af hleðslunni þar sem garðurinn var hulinn jarðvegi og gróðri. Á meðfylgjandi myndum má sjá, að það hafa verið nokkur handtök að koma þessum garði upp, og líklega allt unnið á höndum.