sunnudagur 9. júní 2024
Snemma í morgunn kastaði Fjóla hestfolaldi. Það eru komin 12 ár síðan folald fæddist síðast í Káranesi. Það var lífsreynsla fyrir alla íbúa "búgarðsins" að fylgjast með þessum atburði, því ekkert okkar hafði orðið vitni að "köstun". Allt gekk vel og folaldið fljótt á fætur. En hryssan losnaði ekki við hildirnar og því þurfti að sprauta hana með "töfralyfi", og skömmu síðar komu hildirnar. Móður og afkvæmi heilsast vel og hefur ungi hesturinn fengið nafnið Freyr. Það er mjög líklegt að þegar fram líða stundir, verði hann grár eins og móðir hans.