Flótti
laugardagur 18. september 2021
Þegar komið var í fjósið eftir hádegið var nýfæddi kálfurinn horfinn úr stíunni sinni. Hannes og Hanna hófu þegar leit og skömmu síðar fundu þau hann, þar sem hann lá á sagpokum og lét fara vel um sig. Hann var færður aftur í stíuna og girt fyrir flóttaleiðir.