laugardagur 1. febrúar 2025
Þegar birti í morgun var Laxárdalurinn sunnan verður umflotinn vatni. Var að sjá eins og klakastífla hefði myndast innar í dalnum og veitt ánni suður yfir, í Hurðarbaks- og Káranessefin. Innan við Káranesbæina voru nokkur hross á "flæðiskeri" stödd, en í kvöld hafði vatnið lækkað aftur og þau sluppu af "skerinu".