fimmtudagur 4. mars 2021
Í dag fengum við "aukaverkefni" í fangið, þegar kýrnar náðu að opna hliðið á gerðinu við fjósið og hlupu um "víðan völl". Þegar flóttinn uppgötvaðist, brunuðum við af stað á fjórhjólinu (það sannaðist að fjórhjól er ómissandi tæki á kúabúi...!!) og náðum að smala þeim inn aftur á stuttum tíma. Höfðu þær farið víða, en samt ekki langt frá fjósinu (betra að hafa það í augsýn svo "maður" rati heim..!!) Allt fór vel, nema umhverfið, sem er allt útsparkað þar sem jörðin er mjúk og blaut eftir einmuna veðurblíðu með úrkomu af og til, undan farna daga. Myndirnar sem fylgja voru teknar fyrir nokkrum árum, en sýna vel "stemminguna" sem var í Káranesi síðdegis...!! (fp).