laugardagur 24. apríl 2021
Nú er rúmt ár liðið frá því að þjóðin var sett í "stofufangelsi" og ferðalög lögðust að mestu af. Þessi tími hefur verið fólki miserfiður og aðstæður misjafnar. Margir misstu vinnuna, á meðan lítil breyting varð hjá öðrum.
Skoðanir hafa verið skiptar á "aðferðafræðinni" við varnirnar, og eins í öðrum mannanaverkum, mun sagan dæma, með réttu eða röngu. Eitt er víst, við getum ekki "spólað til baka".
Nú hafa bretar lýst yfir sigri í baráttunni við þennan vágest og vonandi styttist í það að við náum sömu stöðu, þannig að lífið komist í "eðlilegt" horf að nýju.
Bretar bólusettu daglega fjölda, sem svaraði til allri íslensku þjóðinni. Ekki að spyrja að "kraftinum" í þeim, enda ýmsu vanir þegar kemur að "styrjöldum".
Fyrir réttu ári, fórum við í "morgungöngu" á Þingvöllum, til þess að upplifa staðinn í "einrúmi". Læt fylgja nokkrar myndir sem sýna Þingvelli og nágrenni við "eðlilegar" aðstæður.