laugardagur 22. janúar 2022
Það var nóg að gera á "fæðingardeildinni" í nótt og í morgun. Fyrst bar Olga kvígukálfi rúmlega 4 í nótt. Hún þurfti lítilsháttar aðstoð, þar sem annar framfótur kálfsins fylgdi ekki fram með. Rúmlega 3 tímum síðar, bar Tomma nautkálfi og hún þurfti líka aðstoð af sömu orsökum. Báðar voru gengnar fram yfir, Tomma 9 daga og Olga 6 daga.