þriðjudagur 29. nóvember 2022
Á heimleiðinni stoppuðum við nokkra daga í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og nutum sólar og hita, en hitastigið yfir daginn var um 34 °C. Margt óvenjulegt að sjá og jafnvel ótrúlegt. Eitt af því sem við skoðuðum var hæsta bygging í heimi, en það er Burj Khalifa turninn í Dubai, 828 m á hæð. Afar víðsýnt er frá turninum. Nú er reyndar verið að byggja turn í Arabíu, sem á að vera um 1.000 m hár.