laugardagur 9. mars 2024
Undan farna daga hefur verið einmuna veðurblíða og hlýtt, miðað við árstíma. Í morgun opnuðum við út fyrir eldri kvígurnar og kýrnar, til þess að gefa þeim tækifæri til þess að njóta veðurblíðunnar. Það vakti mikla "kátínu" meðal "viðstaddra" og tækifærið notað til þess að "sletta úr klaufunum".......!